Baldur siglir sína fyrstu ferð milli lands og Eyja núna klukkan 8:30 en skipið leysir Herjólf af hólmi meðan síðarnefnda skipið verður í slipp í Svíþjóð í þessum mánuði. Búist er við að Herjólfur verði frá allt fram að mánaðarmótum. Baldur er minna skipi og því með minni flutningsgetu. Skipið tekur 190 farþega og um 40 bíla en Baldur mun sigla samkvæmt áætlun Herjólfs. Sumaráætlun er í gildi til 15. september en eftir það tekur vetraráætlun við.
Alla daga utan þriðjudaga verða fimm ferðir.
Brottför:
Frá VEY 08:30 11:30 14:30 17:30 20:30
Frá LAN 10:00 13:00 16:00 19:00 22:00
�?riðjudaga verða fjórar ferðir.
Brottför:
Frá VEY 08:30 11:30 17:30 20:30
Frá LAN 10:00 13:00 19:00 22:00
Mikilvægt er að bóka far í Herjólf fyrifram á
www.herjolfur.is eða í síma 481-2800.
Farþegar skulu mæta eigi síðar en 30 mínútum fyrir brottför.
Bílstjórar eru einnig vinsamlegast beðnir að leggja aftur hliðarspegla á bifreiðum.