Ekki er hægt að segja annað en vikan hafi verið róleg hjá lögreglu sem og helgin. Að vanda aðstoðaði lögreglan borgarana vegna hinna ýmsu atvika sem upp komu m.a. við að opna bifreiðar og við að koma fólk til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar.
Síðdegis þann 4. september sl. var lögreglu tilkynnt um að smábátur væri að koma með slasaðann mann til hafnar sem hafði hrapað í Súlnaskeri. Talið er að fallið hafi verið um 20-30 metrar og mun hann hafa rekist í tvígang utan í bergið áður hann lenti í sjónum. Maðurinn var með meðvitund allan tímann og náði að synda sjálfur að bátnum, sem flutti hann síðan í land. Maðurinn var í framhaldi af þessu fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni og var í báðum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.