KFS komst ekki upp í 3. deild. Eyjamenn mættu Kára á Akranesi í síðari leik liðanna í undanúrslitum 4. deildar en Skagamenn höfðu betur í fyrri leiknum í Eyjum 1:2. �?að var því ljóst að KFS þurfti að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að vinna sér sæti í 3. deild að ári en tvö lið fóru upp. Eyjamenn skoruðu vissulega tvö mörk, reyndar þrjú en Skagamenn skoruðu sex og lokatölur því 6:3. Kári hafði því betur í rimmu liðanna, 8:4 samanlagt og spilar því í 3. deild að ári. Staðan í hálfleik var 4:0 fyrir Kára en Skagamenn komust í 5:0 áður en Eyjamenn tóku við sér. Ingólfur Einisson skoraði tvö af mörkum KFS og Gauti �?orvarðarson eitt. Tryggvi Guðmundsson, fyrirliði KFS gat ekki leikið með liði sínu í dag vegna veikinda og munaði um minna.
�?rátt fyrir þessa niðurstöðu geta Eyjamenn borið höfuðið hátt. Liðið fór í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik en tapaði svo þremur í röð í úrslitakeppninni, fyrst fyrir Létti og svo nú tvívegis fyrir Kára.