KFS ekki upp um deild
KFS komst ekki upp í 3. deild. Eyjamenn mættu Kára á Akranesi í síðari leik liðanna í undanúrslitum 4. deildar en Skagamenn höfðu betur í fyrri leiknum í Eyjum 1:2. �?að var því ljóst að KFS þurfti að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að vinna sér sæti í 3. deild að ári en tvö lið fóru upp. Eyjamenn skoruðu vissulega tvö mörk, reyndar þrjú en Skagamenn skoruðu sex og lokatölur því 6:3. Kári hafði því betur í rimmu liðanna, 8:4 samanlagt og spilar því í 3. deild að ári. Staðan í hálfleik var 4:0 fyrir Kára en Skagamenn komust í 5:0 áður en Eyjamenn tóku við sér. Ingólfur Einisson skoraði tvö af mörkum KFS og Gauti �?orvarðarson eitt. Tryggvi Guðmundsson, fyrirliði KFS gat ekki leikið með liði sínu í dag vegna veikinda og munaði um minna.
�?rátt fyrir þessa niðurstöðu geta Eyjamenn borið höfuðið hátt. Liðið fór í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik en tapaði svo þremur í röð í úrslitakeppninni, fyrst fyrir Létti og svo nú tvívegis fyrir Kára.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.