Gerum okkar besta!
*
*
Nú er komið að því, lestrarátak er í öllum árgöngum GRV. Á skólasetningunni nú í haust minnti Sigurlás �?orleifsson skólastjóri GRV á mikilvægi lesturs og sagði hann að mikil áhersla yrði lögð á lestur í GRV. Allir nemendur skólans eiga að lesa heima daglega í 15-20 mínútur. Yngstu nemendurnir eiga að lesa upphátt en aðrir eiga að lesa hluta upphátt og hluta í hljóði. Nemendur á unglingastigi eiga auk heimalesturs í 15 mínútur að lesa eina blaðsíðu, eina frétt eða eina veffrétt upphátt fyrir einhvern fullorðinn sem á að kvitta fyrir. Í skólanum er einnig stundaður yndislestur í byrjun skóladags, þá lesa nemendur í 15-20 mínútur. �?etta er allt liður í því að gera börnin okkar hæfari í lífinu og námi almennt því eins og við vitum öll þá er lestur undirstaða alls náms.
Sumum kanna að finnast það hallærislegt að láta stálpaða krakka lesa upphátt, einhverjum kann að finnast það vandræðalegt og enn öðrum finnst það óþarfi þegar krakkinn er þegar orðinn læs. En það að vera vel læs krefst þjálfunar. Nemandi sem telst læs í t.d. 3. eða 5. bekk missir lestarhæfileika sína niður sé þeim ekki haldið við. Lesefnið þyngist, námsefnið þyngist og þeir sem ekki viðhalda og þjálfa lestrarhæfileika sína heltast úr lestinni, finna vanmátt sinn og gefast stundum upp. Hversu hallærislegt er það að vera orðinn �??læs�?? í t.d. 5. bekk en geta svo ekki lesið námsefnið svo vel sé í framhaldsskóla?
�?ví miður er það svo að við eigum það til að slaka á þegar börnin okkar eru orðin �??læs�?? en einmitt þá eigum við að gefa í. Benda á áhugaverðar greinar, áhugaverðar bækur, uppskriftir og blöð svo eitthvað sé nefnt. Hvetja til lesturs eins oft og við getum. Sýna áhuga með því að spyrja hvað sé verið að lesa t.d. hver sé aðalpersónan, hvað sé spennandi við bókina eða hvað sé gott við hana o.s.frv. og fá krakkana til að lesa upphátt fyrir okkur.
Í grein minni �??Tökum Íslandsmeistarann á þetta�?? í vor spurði ég hvort að við, samfélagið Vestmannaeyjar, ættum að taka Íslandsmeistarann á samræmdu prófin, hafa umgjörðina þannig að við gætum öll fundið í hjarta okkar að við gerðum okkar besta. Setja upp gott leikskipulag og sjá til þess að allir mæti vel undirbúnir til leiks. Sýna stuðning og hvetja nemendur áfram, fylla þá eldmóð og hjálpa þeim að vera sáttir við sjálfa sig og samfélag sitt og finni í hjarta sínu að leik loknum að þeir hafi gert sitt besta. �?að erum við samfélagið Vestmannaeyjar sannarlega að gera. Við í GRV finnum vel fyrir meðbyrnum í samfélaginu frá foreldrum, nemendum og í raun allstaðar frá. Skilaboðin eru skýr, okkur er alvara, við ætlum að gera okkar besta.
Takk fyrir stuðninginn,
Ásdís Steinunn

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.