Kajak stolið en fannst óskemmdur
Síðasta vika var með eindæmum róleg hjá lögreglu og fá útköll. Skemmtanahald helgarinnar var með rólegra móti og lítil afskipti sem lögregla þurfti að hafa af fólki sem var að skemmta sér.
Um helgina var lögreglu tilkynnt um að kajak hafi verið stolið frá smábátabryggjunni en hann fannst reyndar skömmu síðar þar sem hann var bundinn við bryggju á öðrum stað innan hafnarinnar. Kajakinn reyndist vera óskemmdur og liggja ekki fyrir kærur vegna atviksins. Reynar fannst ár um borð í kajakanum sem eigandinn kannaðist ekki við og er árin í geymslu á lögreglustöðinni og getur eigandi hennar vitjað hennar þar.
Eitt brot gagnvart umferðarlögum er skráð í kerfi lögreglunnar en um var að ræða vanrækslu á að greiða vátryggingu af ökutæki. Skráningarnúmer bifreiðarinnar voru því klippt af bifreiðinni.
Lögreglan vill minna ökumann á að kanna með ljósabúnað ökutækja sinna núna þegar hausta fer, en lögreglan hefur orði vör við það við eftirlit að ljósabúnaði ökutækja sé ábótavant.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.