Ráðherra staðfestir að ríkið skoðar kaup á Baldri
Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, staðfesti nú rétt fyrir hádegi í dag í samtali við Eyjafréttir að hið opinbera sé að skoða þann möguleika að kaupa Breiðafjarðarferjuna Baldur. �??�?etta er tækifæri sem kom upp í hendurnar á okkur og við erum bæði að skoða hvort það sé mögulegt og hagkvæmt að ríkið kaupi Baldur. Ákvörðun þess efnis mun liggja fyrir innan nokkurra daga,�?? sagði Hanna Birna.
Hugmyndin er að Baldur gæti nýst sem varaferja fyrir ferjur landsins þegar þær fara í viðhald og endurbætur. �??Svo er möguleiki á að Baldur geti nýst sem önnur ferja í siglingum milli lands og Eyja. �?að er vitað að Baldur getur siglt upp í Landeyjahöfn við aðstæður sem Herjólfur ræður ekki við. �?etta er einn af þeim möguleikum sem við höfum ef af því yrði að ríkið kaupi Baldur.�??
Baldur hefur siglt milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar síðustu vikur, á meðan unnið hefur verið að viðhaldi á Herjólfi í Landskrona í Svíþjóð. Baldur hefur m.a. siglt í Landeyjahöfn við aðstæður sem Herjólfur ræður ekki við en talið er að hver dagur sem Baldur siglir í Landeyjahöfn, sé um einni milljón króna ódýrari en þegar Herjólfur siglir í �?orlákshöfn.
Nánar í Eyjafréttum sem koma út í dag.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.