�?ruggir þrátt fyrir tap
ÍBV tapaði síðasta heimaleik sínum á þessu tímabili þegar liðið tapaði fyrir Keflavík í dag 0:2. Fyrir leikinn gátu bæði lið fallið en þar sem Fram tapaði fyrir Stjörnunni, eru bæði lið nú örugg með sæti á meðal þeirra bestu að ári. Staðan í hálfleik var 0:1 en því miður voru það ekki tilþrif inni á vellinum sem viðstaddir muna eftir. Heldur munu allir minnast leiksins fyrst og fremst fyrir ljótt fótbrot varnarmannsins sterka Matt Garner í upphafi síðari hálfleiks.
Matt var með boltann við eigin vítateig og var við það að fara spyrna langt fram völlinn. Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflvíkinga náði hins vegar að pota í boltann í sömu andrá og Garner sparkaði en í stað þess að þruma í boltann, þrumaði Garner í Hörð og brotnaði sköflungurinn við höggið, rétt fyrir ofan ökkla á vinstri löpp. Ekki var hægt að sjá annað en að báðar pípurnar í löpp Garners hafi farið í sundur. Gera varð 25 mínútna hlé á leiknum, annars vegar meðan beðið var eftir sjúkrabíl og svo tók góðan tíma að undirbúa leikmanninn fyrir flutning, gefa honum verkjalyf og búa löppina þannig að hún hreyfðist sem minnst. Leikmenn og aðstoðarmenn beggja liða brugðust skjótt við eftir brotið, læknir var á varamannabekk ÍBV og fékk Garner því eins góða aðhlynningu og hægt var að fá. Atvikið hafði hins vegar mikil áhrif á þá sem fylgdust með, bæði leikmenn og áhorfendur enda var ekki mikill kraftur í leiknum það sem eftir lifði.
Keflvíkingar voru sterkari í dag og vildu greinilega meira í þau þrjú stig sem í boði voru. Eyjamönnum til bóta er rétt að benda á að þrjá lykilmenn vantaði í Eyjaliðið, þá Abel Dhaira, �?órarinn Inga Valdimarsson og Jonathan Glenn. �?órarinn Ingi er fyrirliði liðsins og baráttumaður mikill og Glenn er markahæsti leikmaður deildarinnar þannig að það munaði mikið um þessa tvo. Guðjón Orri Sigurjónsson leysti Abel af í markinu og verður seint sakaður um mörkin tvö sem Keflvíkingar skoruðu, sem voru bæði nokkuð smekkleg, langskot sem bæði voru óverjandi fyrir Guðjón Orra.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.