Hverjir eru með lausa samninga?
Nú er knattspyrnuvertíðinni lokið og undirbúningur fyrir næsta tímabil er hafinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV er farinn á braut og því verður nýr maður í brúnni næsta sumar. Auk þess eru nokkrir leikmenn liðsins með samninga sem eru að renna út.
Samkvæmt vefsíðu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) eru þeir Andri �?lafsson, Arnar Bragi Bergsson, Arnór Eyvar �?lafsson, Bjarni Gunnarsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Dean Martin, Ian Jeffs, Isak Nylén, Jón Ingason og Yngvi Magnús Borgþórsson. Gauti �?orvarðarson, sem er samningsbundinn ÍBV en lék með KFS í sumar og raðaði inn mörkunum í 4. deildinni verður einnig samningslaus í október.
Rætt er um að �?órarinn Ingi Valdimarsson sé eftirsóttur meðal annarra liða í Pepsídeildinni en hann hefur verið orðaður bæði við FH og Stjörnuna. �?órarinn Ingi er hins vegar samningsbundinn ÍBV út árið 2015 en líklega er hann verðmætasti leikmaður ÍBV enda í íslenska landsliðshópnum. �?á er Jonathan Glenn einnig samningsbundinn ÍBV en hann skrifaði undir nýjan samning hjá ÍBV í sumar sem gildir út næsta tímabil en sjálfsagt hefur frammistaða hans í sumar vakið athygli utan landssteinanna.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.