Nú er vinavika í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja og af því tilefni var haldinn sérstakur vinadagur í dag, miðvikudaginn 15. október og er einkennislitur dagsins grænn. Nemendur í Grunnskólanum og einnig í leikskólum bæjarins, auk starfsmanna, gengu fylktu liði á Stakkó í morgun og sungu þar saman. Vinátta er einkennisorð dagsins en fyrr í morgun heimsóttu eldri nemendur þá yngri og skiptust krakkarnir á vinagjöfum og unnu saman að verkefni.
�?skar Pétur Friðriksson var á staðnum og myndaði það sem fyrir augu bar en myndirnar fylgja fréttinni.