Meistaraflokkur kvenna ÍBV í handbolta lék fyrri leik sinn í Evrópukeppninni við ítalska liðið Jomi Salerno í dag. Jomi vann með 27 mörkum gegn 24 eftir staðan í hálfleik var jöfn, 14-14. Mörk ÍBV skoruðu Jóna S Halldórsdóttir 7, Telma Amado 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Andrade Lopes 3, Ester �?skarsdóttir 2 og Elín Anna Baldursdóttir 2.
Seinni leikurinn fer fram á morgun kl. 16.30 að íslenskum tíma.