Rauðakrossdeild Vestmannaeyja stendur fyrir fjöldahjálparæfingu, í tilefni af landsæfingu þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina rétt eins og raunverulegt neyðarástand hafi skapast. Hefur Rauðakrossdeildin aðsetur í Barnaskólanum.
Rauði krossinn segir að skapist alvöru neyð sé mikilvægt fyrir alla landsmenn og erlenda gesti að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól. Rauði krossinn vonast til þess almenningur taki þátt í æfingunni með því að mæta í fjöldahjálparstöðvarnar.
Eitt af hlutverkum Rauða krossins sé að opna fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk í nauð. �??�?etta er gert fyrst og fremst til að sýna fólki hvar þeirra stöðvar eru, þannig að fólk geti ratað þangað ef á þarf að halda.�?? Síðan kynni þetta verkefni Rauða krossins á neyðarstund.
Allir sem koma í fjöldahjálparstöðina í Barnaskólanum eru skráðir, fá kjötsúpu og kynningu á hlutverki Rauða krossins við þessar aðstæður,
Fólk getur með þátttöku í æfingunni kynnst því hvernig það sé að vera í fjöldahjálparstöð ef það þarf að yfirgefa heimili sitt. �?fingin stendur til kl. 15.00 í dag, sunnudag.