Senda varð þyrlu Landhelgisgæslunnar til Eyja í gær til að sækja veikan einstakling til Vestmannaeyja. Sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent hér vegna vindhraðans en um 30 metra meðalvindhraði var þegar þyrlan lenti hér um miðnætti. Var sjúklingurinn fluttur á Landspítalann.