Herjólfur hefur ekkert siglt það sem af er dags en fyrsta og önnur ferð skipsins var aflýst. Athuga á með næst ferð klukkan 13:00 en samkvæmt mælingu öldudufls við Landeyjahöfn var ölduhæð 1,9 metri klukkan 7:00 í morgun en síðan þá hefur ölduhæð vaxið mikið og klukkan 9:00 var ölduhæð komin upp í 3,4 metra.
Veður í Eyjum hefur verið slæmt síðan í gærkvöldi en mestur varð meðalvindhraði á Stórhöfða 38 metrar á sekúndu en í mestu hviðunum fór vindhraðinn upp í 48 metra á sekúndu.
Eins og gefur að skilja var ekkert flogið til Eyja í morgun og því engar samgöngur við Vestmannaeyjar í byrjun dags.