Dagskrá Safnahelgar heldur áfram í dag en dagskráin hófst í gær með myndlistarsýningu í Alþýðuhúsinu, tileinkuð minningu Ása í Bæ. Fresta varð hins vegar tónleikum Jóhanns Sigurðarsonar og Pálma Sigurhjartarsonar í Eldheimum í gærkvöldi vegna ófærðar en þeir verða þess í stað á sunnudagskvöld klukkan 20:00.
Setningarathöfn Safnahelgarinnar verður í Stafkirkjunni klukkan 17:00 en þar munu m.a. þeir Matti, Gísli Stef, Jarl og fleiri flytja tónliest. Í kvöld klukkan 21:00 leikur svo Húsbandið Arnór, Helga, Davíð og Orri á Vinaminni.
Á morgun, laugardag koma svo rithöfundarnir Illugi Jökulsson og Gísli Pálson með verk sín á bókasafnið. Í Sagnheimum verður áhugaverður fyrirlestur Bjarna Einarsson jarðfræðings um Herjólfsdal og Gíslína Dögg bæjarlistamaður kynnir fyrsta áfanga fyrirhugaðrar myndlistasýnigar sinnar. Á sunnudaginn kl 14.00 verðu sögustund, ratleikur og fl. Í Sagnheimum. Sæheimar verða með sérstaka sýningu «Blóm á Heimaey» Allar sýningar verða opnar alla helgina frá 13.00 �?? 16.00.