Vegagerðin ásamt ráðgjafa hefur skoðað kosti grísku ferjunnar Achaeos við siglingar milli lands og Vestmannaeyja.
Niðurstaðan er sú að ekki er ástæða að svo stöddu að skoða þann kost frekar en lauslegt mat er að endanlegur kostnaður við Achaeos með breytingum á skipi og höfnum verði 2,5 til 3,5 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður á ári verði yfir hundrað milljónum króna meiri en á nýrri ferju og frátafir verða allt að 25% á móti 10% í nýrri ferju.
Ef ferjan væri á kaupleigu/leigu mætti ætla að ráðast þurfi í stofnkostnað fyrir á bilinu 700-1700 m.kr. og svo bættist við leiga sem væri um 200 milljónir á ári. Að mati Vegagerðarinnar er ekki ástæða að skoða þennan kost frekar að svo stöddu.
Áhugasamir Eyjamenn um bættar samgöngur hafa lagt til að kannað yrði með kaup á ferjunni og því var það skoðað.
Á minnisblaði sem Vegagerðin hefur tekið saman segir:
Nokkrir áhugasamir Eyjamenn um bættar samgöngur mill lands og Eyja hafa lagt til að könnuð verði kaup á grískri ferju, Achaeos. Ferjan er tvístefnungur (double-ended), með 4 Azimuth skrúfum, 4 aðalvélum 1230 kW, lengd ferju er 88 m, breidd 16m og djúprista 3,5m. Ferjan tekur 170 fólksbíla og 600 farþega. Ferjan flokkast sem C-skip skv. Evrópureglum.
Ráðgjafi og starfsmenn Vegagerðarinnar hafa yfirfarið tiltæk gögn um ferjuna og eftirtalda kosti hefur ferjan:
1. Hún er með mikla stjórnhæfni.
2. Flutningsgetan er mikil, allt að 170 bílar og 600 farþegar.
3. Verðið virðist hagstætt, innan við 2 milljarðar króna.
Helstu ókostir ferjunnar eru:
1. Endurbyggja þarf ekjubrú og landganga í höfnum. Kostnaður í hverri höfn mun hlaupa á tugum milljóna króna. Heildarkostnaður metinn allt að tvö hundrað milljónir króna.
2. Achaeos er 88m langt og því er erfitt að sigla því fyrir utan Landeyjahöfn sbr. rannsóknir sem gerðar voru í siglingahermi Force árið 2012.
3. Achaeos er ekki með stöðuleikabúnað, þannig að ferjan mun velta mikið á siglingu nema á hana verði settir uggar eða andveltitankur. Að auki er stefnið flatt og skipið mun því �??berja ölduna�?? í
sjógangi og verða óþægilegt farþegum, sérstaklega á langri siglingu. Nánast útilokað er að breyta stefni og skutlagi Achaeos þannig að skipið kljúfi ölduna.
4. Djúprista Achaeos er 3,5m þannig að dýpka þarf mun meira en fyrir nýrri ferju með 2,8m djúpristu. Viðbótar kostnaðar við dýpkun er metinn allt að áttatíu milljónir króna á ári.
5. Frátafir vegna djúpristu og lengd ferju eru metnar um 25% í Landeyjahöfn miðað við 10% á nýrri ferju.
6. Achaeos er með skírteini til siglinga á C-siglingaleiðum, en siglingar frá Vestmannaeyjum flokkast sem B-siglingaleið sem taka mið af erfiðara sjólagi. �?ótt seljandi Achaeos staðhæfi að hægt sé að afhenda skipið með skírteini til siglinga á B-siglingaleiðum, þá nægir slíkt ekki til siglinga við Ísland. Til siglinga við Íslandsstrendur þarf einnig að uppfylla ákvæði Stokkhólmssamþykktar, sem öll strandríki N.Evrópu eru aðilar að. �?að er ljóst að Achaeos uppfyllir ekki ákvæði Stokkhólmssamþykktarinnar og gera þyrfti verulegar breytingar á ferjunni til að uppfylla það. Einnig er ferjan byggð skv. flokkunarfélagi sem ekki er viðurkennt af íslenskum yfirvöldum. Í ljósi þessa er óvíst um innflutning á Achaeos til Íslands.
Lauslegt mat er að endanlegur kostnaður við Achaeos með breytingum á skipi og höfnum verði 2,5 til 3,5 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður á ári verði yfir hundrað milljónum króna meiri en á nýrri ferju og frátafir verða allt að 25% á móti 10% í nýrri ferju. Ef ferjan væri á kaupleigu/leigu mætti ætla að ráðast þurfi í stofnkostnað fyrir á bilinu 700-1700 m.kr. og svo bættist við leiga sem væri um 200 milljónir á ári.
Að mati Vegagerðarinnar er ekki ástæða að skoða þennan kost frekar að svo stöddu.