Bilun varð í útsendingarbúnaði Bylgjunnar á Klifinu í Eyjum þegar óveður gekk yfir landið á sunnudagskvöld. �?tsendingar Bylgjunnar frá Klifinu á tíðninni FM 100,9 ná til hlustenda á stórum hluta Suðurlands. Á meðan viðgerð stóð yfir var útsending Bylgjunnar færð yfir á tíðni stöðvarinnar FM957, sem einnig er í eigu 365 miðla, og send er út á FM 101,7 á Suðurlandi. Dagskrá FM957 var að sama skapi flutt tímabundið yfir á Bylgjutíðnina. �?egar viðgerð lauk á Bylgjubúnaðinum hljómaði FM957 þar í nokkurn tíma áður en skipt var til baka.
Sunnlenskum Bylgjuhlustendum brá nokkuð við að heyra ívið hressari tónlist og tal en gengur og gerist í morgunþætti Bylgjunnar síðastliðinn mánudagsmorgun, þótt vissulega séu umsjónarmenn þáttarins �??Í bítið�?? á Bylgjunni þekktir fyrir hressilega framkomu í útvarpi. �?að sem ruglaði hlustendur enn frekar í ríminu var að engin breyting var gerð á svokölluðum RDS búnaði sem sendir textaupplýsingar um nafn stöðvanna. �?annig stóð textinn �??Bylgjan�?? á skjá bíltækja þeirra sem hlustuðu á FM 100,9 eins og vant er, þó dagskráin hafi verið úr hljóðveri systurstöðvarinnar FM957.
Nokkuð var um að útvarpshlustendur í Vestmannaeyjum leituðu til starfsmanna raftækjaverslunar einnar í bænum með það erindi að útvarpstæki sitt væri líklega bilað. Stöðvarnar tvær voru komnar á sínar réttu tíðnir á Suðurlandi í gær en okkur á Eyjafréttum.is þykir rétt að benda fólki á að skoða útvarpstæki sín aftur nú í morgunsárið áður en þau verða send til viðgerðar vegna óvenjulegrar dagskrár.
-SJ