Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað fyrir neyðarsöfnun á vetrarfatnaði sem verður komið til úkraínskra flóttamanna í Hvíta-Rússlandi. Rauði krossinn hvetur alla sem hafa tök á því til að leggja söfnuninni lið með hvers kyns prjónafatnaði, vetrarfatnaði og skóm, eða hlýjum teppum. Sóst er eftir fötum fyrir alla aldurshópa og bæði kyn.
Mikilvægt er að fatapokarnir sem ætlaðir eru úkraínskum flóttamönnum séu merktir �??�?kraína�?? áður en þeim er komið fyrir í fatagámum Rauða krossins eða grenndargámum. Einnig er tekið við fatnaði í miðstöð fatasöfnunar Rauða krossins í Skútuvogi 1 í Reykjavík.
Stjórnmálalandslagið í �?kraínu hefur verið vægast sagt óstöðugt á árinu sem er að líða. �?eirðir brutust út í febrúar á þessu ári þar sem óbreyttir borgarar voru myrtir við mótmæli. Átök hafa síðan geisað víða um landið en alvarlegust hafa þau verið í austurhluta landsins, við borgirnar Luhansk og Donetsk.
Nú þegar hafa hátt í 750 þúsund �?kraínumenn þurft að yfirgefa heimili sín. Hluti þeirra hefur freistað þess að sækja um pólitískt hæli í Hvíta-Rússlandi en þar hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt mannúðarverkefni um nokkurra ára skeið. Eitt þeirra er fatasöfnun, þar sem hlýjum vetrarfatnaði er safnað og dreift til þeirra sem á þurfa að halda. Vetrarhörkurnar í Hvíta-Rússlandi geta verið einkar harðar og húsin mörg illa kynt.
�?að er mikilvægt að átta sig strax á erfiðum aðstæðum úkraínskra flóttamanna í Hvíta-Rússlandi, sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna stríðsátaka �?? margir hverjir allslausir og illa búnir.
Hlutleysi er eitt af grunngildum Rauða krossins og því tekur hann ekki afstöðu með annarri hvorri stríðandi fylkingu. Rauði krossinn tekur fyrst og fremst afstöðu með óbreyttum borgurum, sem hafa þurft að súpa seyðið af refsskák stjórnmálamanna og herforingja.
Vestmannaeyjadeild Rauða krossins hefur aðsetur í Arnardrangi við Hilmisgötu og er þar opið alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 16:00 til 18:00 og getur fólk komið með föt þangað.