Kveikt var á jólatrénu á Stakkó á föstudaginn í heldur leiðinlegu veðri en Birna �?órðardóttir, bæjarfulltrúi lét það ekki aftra sér og ávarpaði viðstadda. Fólk úr Leikfélaginu brá á leik og Lúðrasveitin lék jólalög.
Tréð á Stakkó er mjög fallegt, já óvenjufallegt og er sannkölluð prýði núna þegar snjór liggur yfir öllu.