Grunnskóli Vestmannaeyja fékk í gær að gjöf kúlusessur og heyrnarhlífar frá Styrktarfélagi barna með einhverfu. �?etta eru sérkennslugögn sem voru keypt fyrir fé sem safnaðist í söfnuninni Blár apríl sem fór fram í apríl síðastliðinn, og í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst.
Söfnunin tókst vonum framar og var unnt að kaupa sérkennslugögn fyrir alla grunnskóla landsins. �?löf A. Elíasdóttir, deildarstjóri yngri deildar, og Sigurbjörg Jónsdóttir kennari tóku á móti gjöfinni og stilltu sér upp með sessur og heyrnarhlífar fyrir ljósmyndara skólans. Á heimasíðu
Grunnskóla Vestmannaeyja kemur fram að starfsfólk skólans sé félaginu þakklátt fyrir gjöfina.