Erlingur þjálfar þýska félagið Füch­se Berlín
�?ýska handknattleiksfélagið Füch­se Berlín greindi frá því í gær að Erlingur Richardsson hafi verið ráðinn þjálfari félagsins frá og með næsta keppnistímabili. Vangaveltur hafa verið um þessa ráðningu að undanförnu en nú hefur félagið staðfest að Erlingur taki við af öðrum íslenskum þjálfara, Degi Sigurðssyni, sem mun alfarið einbeita sér að þjálfun þýska landsliðsins eftir yfirstandandi tímabil. Erl­ing­ur stýr­ir nú liði West Wien í sem er á toppi efstu deild­ar Aust­ur­rík­is.
�??Við tók­um okk­ur góðan tíma og skoðuðum vand­lega hver hentaði okk­ur best. Við átt­um mesta sam­leið með Erl­ingi Rich­ards­syni,�?? sagði Bob Hann­ing, fram­kævmda­stjóri Füch­se, en fé­lagið ræddi einnig til að mynda við Ola Lind­gren, ann­an landsliðsþjálf­ara Svíþjóðar.
�??�?að er frá­bært tæki­færi fyr­ir mig að fá að taka við einu af stærstu hand­knatt­leiksliðum Evr­ópu,�?? sagði Erl­ing­ur sjálf­ur. �??Stefna fé­lags­ins er mér mjög að skapi og ég hef mikla ánægju af að vinna með ung­um leik­mönn­um og hjálpa þeim að þrosk­ast. �?g hlakka til að fylgja eft­ir þeirri vinnu sem Dag­ur hef­ur unnið hér,�?? sagði Erl­ing­ur.
Á mbl.is kemur fram að Erl­ing­ur var ann­ar þjálf­ara karlaliðs HK þegar liðið varð Íslands­meist­ari 2012. Hann hef­ur einnig stýrt kvennaliðum HK og ÍBV og karlaliði ÍBV.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.