Siggi Raggi verður aðstoðarþjálfari Rúnars hjá Lilleström
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá norska knattspyrnufélaginu Lilleström. Hann skrifaði undir 3 ára samning. R�?V.is greinir frá því að Sigurður Ragnar hafi hafnað boði ástralska knattspyrnusambandsins um �??vel launað” starf aðstoðarmanns tæknilegs ráðgjafa. �?etta er haft eftir norska vefmiðlinum rb.no. �??�?g vil starfa úti á velli og sá möguleiki býðst hjá Lilleström” segir Sigurður í viðtali við norska vefinn. Sigurður stýrði íslenska kvennalandsliðinu í 7 ár, frá 2006 til 2013, og tók svo við liði ÍBV í Pepsídeild karla þar sem hann hætti í haust.
Flytja til Noregs
Í viðtalinu kemur einnig fram að Sigurður Ragnar muni flytja til Noregs ásamt eiginkonu og tveimur börnum á nýju ári. Greint er frá því að Sigurður hafi verið aðalþjálfari hjá ÍBV í úrvalsdeildinni á Íslandi og liðið hafi endað í 10. sæti deildarinnar og komist í undanúrslit bikarkeppninnar. �?ar hafi ÍBV tapað fyrir KR, liði Rúnars Kristinssonar, en félagarnir munu nú starfa hlið við hlið hjá norska félaginu Lilleström. Norski miðillinn segir einnig frá því að Sigurður Ragnar hafi óskað eftir lausn frá samningi við ÍBV þegar félagið setti það sem skilyrði að þjálfari yrði búsettur í Vestmannaeyjum, þar sem það hafi ekki verið mögulegt að flytja alfarið til Eyja, en fjölskyldan bjó í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.