Ríkið brennir 130 milljónum með að nota Herjólf
Samkvæmt minnisblaði bæjarfulltrúa og starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, sem kynnt var á fundi bæjarráðs í síðustu viku, brennir ríkið að óþörfu um 130 milljónum á hverju ári sem það dregst hjá ríkinu að láta smíða nýtt skip. Bæjarstjórinn segir Eyjamenn einangrast í fimm til sex mánuði á ári.
Í minnisblaðinu kemur fram að rekstrarkostnaður hinnar nýju ferju sé um 400 milljónum lægri en Herjólfur. �?ar segir enn fremur að áætlaður lántökukostnaður vegna nýju ferjunnar sé um 270 milljónir á ári verði skipið að fullu fjármagnað með lántöku. �??�?að merkir á hverju ári sem ríkið dregur að láta smíða nýtt skip brennir ríkið að óþörfu um 130 milljónum vegna þess hve óhagkvæmur í rekstri Herjóflur er,�?? segir í umfjöllun bæjarráðs um minnisblaðið.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum af því að enn hafi ekki verið tryggð fjármögnun á þessu verkefni og það krefst þess að samtíma vanda í samgöngum við Vestmannaeyjar verði gefin betri gaumur. �??Tíðar bilanir Herjólfs, reglulegar frátafir í siglingum í Landeyjahöfn, biðlistar og þjónustuskortur er meðal þess sem er orðið daglegt brauð.�??
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu R�?V að inni í þessum tölum séu ekki afleiddar tekjur af vegasamgöngum. �?ær tekjur hafi verið skoðaðar þegar ráðist var í gerð Vaðlaheiðarganga. �??Eyjamenn eru farnir að einangrast í fimm til sex mánuði á ári og þá slökknar á þeirri blómlegu ferðaþjónustu sem hér hefur verið.�??

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.