Gátum ekki hafnað þessu spennandi tækifæri
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV, segir að það sé mjög spennandi að fá tækifæri til að þjálfa erlent lið, en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari norska liðsins Lilleström. Sigurður Ragnar verður Rúnari Kristinssyni til aðstoðar við þjálfun aðalliðs félagsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Auk þess mun Sigurður stýra varaliði Lilleström sem er að mestu skipað leikmönnum sem eru 21 árs og yngri. Varaliðið fór upp um deild á síðasta tímabili og mun leika í 2. deild á því næsta.
Sigurður Ragnar bað um lausn undan samningi við ÍBV þegar fyrir lá að félagið setti það sem skilyrði að þjálfari yrði búsettur í Eyjum. �?á sagði hann að það gengi ekki upp fjölskyldunnar vegna að búa í Vestmannaeyjum. Sigurður segir í samtali við Eyjafréttir.is að forsendur hafi breyst, hann og eiginkona hans hafi ekki getað hafnað því spennandi tækifæri að flytja til Noregs vegna starfs hans en konan hans hyggur á tveggja ára háskólanám í ensku. �??�?að sama gildir um mig og leikmenn, allir vilja komast út í atvinnumennsku. �?að er mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara að komast út og menn verða að stökkva á svona tækifæri þegar það býðst,�?? segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem er nýkominn heim frá Noregi eftir tveggja daga ferð þar sem hann og Rúnar Kristinsson hófu undirbúning að þjálfun Lilleström.
Nánar verður rætt við Sigurð Ragnar í næsta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út á miðvikudaginn.
-SJ

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.