Tvítugur Eyjamaður ákærður fyrir peningafals
Ríkissaksóknari hefur ákært tvítugan mann í Vestmannaeyjum fyrir þjófnað og peningafals. Honum er gert að sök að hafa brotist inn í veitingastaðinn Lundann í apríl í fyrra, stolið þaðan listaverki með fölsuðum peningaseðlum og komið hluta þeirra í umferð.
Um er að ræða nítján fimm þúsund króna seðla og tvo fimm hundruð krónu seðla, sem allir eru ljósritaðir. Ákærði á að hafa afhent tveimur vinum á sama aldri hluta seðlanna og notað hluta þeirra sem gjaldmiðil í nokkrum verslunum í Vestmannaeyjabæ, vitandi það að þeir væru falsaðir.
Sakamál verður höfðað gegn manninum fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Saksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar, en samkvæmt almennum hegningarlögum skal hver sá sem lætur út peninga sem hann veit að eru falsaðir hljóta sömu refsingu og ef hann hefði sjálfur falsað þá. Brotið getur numið allt að tólf ára fangelsisdómi.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.