Í dag er aðeins vika til jóla og margt um að vera í skóla- og íþróttastarfi eins og jafnan síðustu dagana fyrir hátíðina. Nemendur í Hamarsskóla sýndu jólaleikrit í morgun samkvæmt árlegri venju og voru sýningarnar fjölbreyttar, þar sem jólahátíðinni var gerð góð skil frá ýmsum hliðum. Meðal annars mátti sjá gömlu íslensku jólasveinanna í bland við þá nýju rauðklæddu.