Eyjamenn unnu stórsigur á toppliði Vals 26-19 í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru sannfærandi á öllum sviðum í kvöld og hófu þeir leikinn af krafti. Eftir fimmtán mínútna leik var ÍBV komið sex mörkum yfir en Valsmenn áttu góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks og náðu að saxa á forskot Eyjamanna en staðan í hálfleik var 13-10 ÍBV í vil.
Eyjamenn hófu seinni hálfleik af miklum krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk hálfleiksins. Eyjamenn héldu forskoti sínu allt til enda og komust mest níu mörkum yfir en lokatölur voru 26-19.
Eyjamenn hafa unnið síðustu fimm leiki í deildinni og hefur vörnin verið nánast óaðfinnanleg í þeim leikjum. Eyjamenn eru í fimmta sæti deildarinar en nú er komin löng pása vegna Heimsmeistaramóts í Katar.
Mörk ÍBV skoruðu þeir: Einar Sverrisson 5, Andri Heimir Friðriksson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Grétar �?ór Eyþórsson 3, Guðni Ingvarsson 1, Svavar Kári Grétarsson 1, Hákon Daði Styrmisson 1, Brynjar Karl �?skarsson 1 og Dagur Arnarsson 1.
Henrik Vikan Eidsvag varði 14 skot og þar af 1 víti.