Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson voru teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ í gærkvöldi þegar tilkynnt var um kjör á Íþróttamanni ársins 2014 sem er Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður. Ásgeir er Eyjamaður, alinn upp í Tý og lék með ÍBV en 17 ára hélt hann í atvinnumennsku erlendis. Fyrst til Standard Liege í Belgíu. Ásgeir og Pétur eru númer átta og níu í röð þeirra sem fengið hafa sæti í Frægðarhöllinni.
Ásgeir Sigurvinsson er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslendinga frá upphafi í vali sem fram fór fyrir nokkrum árum. Ásgeir gerði garðinn frægan með Stuttgart þar sem hann landaði einum titli, Bayern München, Standard Liege, og íslenska landsliðinu. Ásgeir var kjörinn besti knattspyrnumaður Vestur-�?ýskalands árið 1984.