Í ár er fimmta skiptið sem Creditinfo veitir viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr og fá einkunnina framúrskarandi fyrirtæki. Í ár er Vinnslustöðin meðal framúrskarandi fyrirtækja 2014 og er það í annað skiptið sem VSV fær þessa viðurkenningin. Fyrra skiptið var árið 2012.
�?etta kemur fram á vsv.is þar sem segir að einungis 1,7% íslenskra fyrirtækja nái inn á þennan lista Creditinfo, þ.e.a.s. fyrirtæki sem náðu til uppfylla tiltekin skilyrði sem sett eru.
Helstu skilyrði Creditinfo fyrir því að teljast framúrskarandi: Ársreikningi skilað til Ríkisskattstjóra síðastliðin þrjú ár. Líkur á alvarlegum vanskilum eru innan við 0,5%. Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð. Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð. Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
Eignir hafa numið 80 milljónum króna eða meira þrjú ár í röð.