Vinnslustöðin auglýsir stöðu framkvæmdastjóra fyrir Hafnareyri ehf. sem er nýstofnað dótturfyrirtæki í 100% Vinnslustöðvarinnar. Hafnareyri ehf. verður til eftir sameiningu Eyjaíss hf., Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja ehf., frysti- og kæligeymslu VSV ásamt verkstæði sem annast þjónustu iðnaðarmanna við VSV.
Starfsmenn Hafnareyrar verða um 25 talsins. Leitað er að reyndum stjórnanda og leiðtoga sem hefur áhuga á að stýra nýju fyrirtæki inn í nýja tíma.
Meginverkefni framkvæmdastjóra verða: Dagleg umsjón í samvinnu við aðra stjórnendur, ábyrgð á framkvæmdum á vegum fyrirtækisins og á sammskiptum við þjónustuaðila, verktaka, starfsmenn, birgja og aðra hagsmunaaðila.