Vegagerðin hyggst gera tilraunir með sanddælingu frá landi í Landeyjahöfn í mars. Búið er að leigja dælu til verksins. Hingað til hefur dælingin verið gerð á skipum. �??Vonir standa til að með dælu frá landi verði hægt að dýpka við mun hærri öldu en nú er gert,�?? segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.
Gangi tilraunirnar að óskum hyggst Vegagerðin bjóða út dælu sem yrði á landi. �?að verður þó ekki gert fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um smíði nýs Herjólfs að sögn Sigurðar. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin þótt stefnt sé að því að smíði skipsins verði boðin út í vor samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gær.
Telur nýja dæla ekki svara kostnaði með núverandi Herjólf
Með nýrri dælu og nýjum Herjólfi telur Sigurður að hægt verði að nota Landeyjahöfn 90 prósent af árinu. Höfnin muni helst lokast yfir háveturinn.
Sigurður telur það ekki svara kostnaði að fara út í nýjar dýpkunaraðferðir fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um ferjukaupin. �??�?að er lítið gagn í því að hafa nægt dýpi í höfninni fyrir Herjólf yfir háveturinn. Dæla þarf upp margfalt meiri sandi fyrir Herjólf miðað við nýju ferjuna og svo getur Herjólfur lítið siglt til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar á þessum árstíma,�?? segir Sigurður.
Myndbandið hér að ofan tók Guðmundur Alfreðsson í flugi yfir höfnina síðastliðinn miðvikudag 21. janúar 2015.