Samþykkt að auka daggæsluúrræði með því að opna Strönd fram á vor
Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar á goslokadaginn 23. janúar sl. var rætt um málefni leikskólanna. Í fundargerð ráðsins segir að alls séu 223 í leikskólunum í Vestmannaeyjum og er hvert rými sem Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða fullnýtt. Fjórir dagforeldrar sinna daggæsluþjónustu þar sem 18 börn eru í vistun og eru biðlistar farnir að lengjast. Á biðlistunum eru m.a. níu börn fædd á síðari helmingi ársins 2013 og sex börn sem eru fædd á fyrstu þremur mánuðum ársins 2014. Skólaskrifstofan hefur að undanförnu ítrekað auglýst eftir dagforeldrum en án árangurs. Í ljósi stöðunnar felur fræðsluráð framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að kanna alla möguleika til að koma til móts við foreldra m.a. það að Vestmannaeyjabær reki daggæsluúrræði við gæsluvöllinn Strönd fram að vori til að létta á biðlistum.
Á fundi bæjastjórnar sama dag, segir að bæjarstjórn fagni viðbrögðum fræðsluráðs og samþykkir fyrir sitt leiti að daggæsluúrræði verði aukin tímabundið með því að opna daggæsluúrræði við gæsluvöllin Strönd fram að vori. Bæjarstjórn leggur áherslu á að leitað verði leiða til að mæta þessum aukna kostnaði (3 til 4 milljónir) með breytingum á fjárhagsáætlun án þess að heildar útgjöld verði aukin og felur bæjarráði að útfæra leiðir til þess að svo verði.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.