Starfsorka lögð niður
Starfsemi Starfsorku, starfsendurhæfingar Vestmannaeyja, verður lögð niður í óbreyttri mynd á næstu vikum og starfsfólki sagt upp. VIRK-starfsendurhæfingarsjóður hyggst ekki endurnýja rekstrarsamning við Starfsorku sem rennur út í apríl. �?etta kemur fram á vef RUV. �?á segir að Starfsorka í Vestmannaeyjum hafi sinnt starfsendurhæfingu þar undanfarin sex ár í samstarfi við VIRK-starfsendurhæfingarsjóð, velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun. �?á hefur VIRK greitt hluta af rekstrarkostnaði Starfsorku samkvæmt föstum samningi, laun forstöðumanns, húsnæði og fleira.
Nú hefur VIRK tilkynnt að þessi fasti samningur verði ekki endurnýjaður. Haukur Jónsson, stjórnarformaður Starfsorku, segir það þýða að óbreyttu að rekstrargrundvöllur Starfsorku sé farinn. �??Við verðum einfaldlega að endurskipuleggja reksturinn og sjá til hvað við gerum. Við þurfum að segja upp tveimur starfsmönnum og endurhugsa framhaldi, hvaða þjónustu við bjóðum upp á og hverjir geta notið hennar.�??
Hrefna �?skarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsorku, segir að verkefnum hafi farið fækkandi síðustu mánuði. VIRK hafi markvisst vísað verkefnum í aðrar áttir og það hafi bitnað á Starfsorku. Og Haukur segir erfitt að sjá fyrir sér í augnablikinu hvort og þá hvernig hægt verði að halda rekstrinum áfram. �??�?etta er það sem stjórnin þarf að leggjast yfir og finna hvað við getum gert,�?? segir hann.
ruv.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.