Lögreglan í Vestmannaeyjum segir veður mjög slæmt – mikill vindur, skafrenningur og ofankoma og þar af leiðandi mikil ófærð á flestum götum bæjarins. Ekki er hægt að ryðja vegi strax vegna lélegs skyggnis og skafrennings. Björgunarsveitin er búin að vera aðstoða ökumenn og aðra bæjarbúa við ýmislegt vegna veðurs.
Við viljum biðja fólk um að halda sér heima og ekki leggja af stað í óvissuna.
Hér að neðan má sjá myndband og myndir sem lögreglan í Vestmannaeyjum póstaði á fésbókarsíðuna sína í morgun.