“Unnar Hólm �?lafsson hefur tekið til starfa sem aðstoðarverksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðju VSV. Hann er 33 ára Eyjamaður. Verkefni hans er meðal annars að sinna daglegum rekstri fiskimjölsverskmiðju VSV í samráði við verksmiðjustjóra.” segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. “Unnar lauk BSc. námi í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og er löggildur hönnuður raflagna og lýsingarkerfa en einnig með sveinspróf í rafeindavirkjun. Unnar er kvæntur Helgu Jóhönnu Harðardóttur og eiga þau þrjár dætur.”