�?ll börn eigi að fá að fara í sundlaugina í Eyjum a.m.k. einu sinni fyrir fermingu
“�?að er hugsanlega í einhverjum reglugerðum að öll börn á íslandi eigi að fá að fara í sundlaugina í Vestmannaeyjum að minnsta kosti einu sinni fyrir fermingu. �?að er í það minnsta skráð í reglubók Vinkils hér með,” segir í inngangi greinar Maríu Marko á vefsíðunni vinkill.is sem er veftímarit um hönnun & arkitektúr.
�?ar mærir hún mikið hönnun útisvæðisins og aðstöðuna “Sundlaugarsvæðið var hannað af Pétri Jónssyni, landslagsarkitekt hjá Landark, í samvinnu við vinnuhóp Vestmannaeyjarbæjar og var fyrsta skóflustungan tekin í nóvember 2008. Svæðið er allt hannað með sögu og náttúru Vestmannaeyja í huga, útlínur eyjanna eru teiknaðar í gúmmíkornadúk svæðisins (sem er hvítur sem skeljasandur), klifurveggur sem stendur uppúr barnalauginni er með útlínum heimakletts og ein af rennibrautunum lítur út eins og rauðglóandi hraun sem lekur niður eldfjall en eldfjallið sjálft er einmitt gert úr hrauni.”

“Fyrir hressasta liðið eru tvær rúmlega 20 metra langar rennibrautir, önnur þeirra er bein og þrískipt, sem er tilvalin fyrir rennikeppni en hin brautin er einstök trampólínrennibraut, þar sem helmingur brautarinnar er rör sem breytist í trampólín og þaðan skoppar maður út í laug.”

Skemmtileg lesning og jákvæð gagnrýni, eitthvað sem heyrist alltof sjaldan.


Greinina er hægt að lesa í heild sinni á vinkill.is.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.