�?að opnaðist smá gluggi í gær og pínu friður fyrir veiði.í nokkra klukkutíma. �?ann glugga nýttum við vel fyrir tvö köst sem gáfu okkur um 1.000 tonn og þá var kominn þessi líka kunnuglega SKÍTA bræla meðan á dælingu stóð á seinna kastinu. �?að var því lítið annað að gera en að bíða og sjá hvað morgundagurinn myndi gera fyrir okkur í veðri og veiðum.
Jú Kallinn var áfram alveg funheitur frá deginum áður og tókst að snara í skipið í næstu tveimur köstum í þessari leiðinda kviku og við erum því á leið heim til Eyja með fullt skip rúm 1.800 tonn af hrognafylltri loðnu.
En staðan á miðunum var svona og svona. Mikið af loðnu að sjá, en ekki alveg hlaupið að því að ná henni við þær aðstæður sem voru í boði útaf Breiðafirði í dag og í gær. En leiðinda sjólag er hér. Voru margir að lenda í talsverður brasi með veiðafærin þegar köstin voru stór í þessari kviku og þá varð eitthvað undan að láta.Eitthvað var um að skip þyrftu frá að hverfa af miðunum með veiðafærin í næstu höfn til viðgerðar.
En við áttum sem fyrr segir góðan dag og vorum heppnir með okkar óheppni náðum að fylla. �?ó fékk nótin okkar alvega að finna fyrir því og fær hún að komast upp á bryggju heima í Eyjum í smá dekur eftir þetta síðast kast. En flottur túr og við bjartir sem aldrei fyrr, þó svo að það hafi borið á ögn dekkri litum í þessum góða hópi svona í byrjun túrs, en það breyttist fljótt í ljósari liti eins og gengur og gerist á þessum blessuðu loðnuveiðum.
Gott í bili því yfir og út með kveðjur frá Álsey á landleið, Kristó