�?jóðhátíð í Eyjum fer fram 31. júlí – 2.ágúst í ár og nú bætist enn við dagskránaen í tilkynningu frá �?jóðhátíðarnefnd segir “við kynnum með stolti heimamanninn Júníus Meyvant, Pál �?skar og NýDönsk .” Fyrir hafa verið kynntar til leiks hljómsveitirnar, Amabadama og FM Belfast.
“Júníus Meyvant átti eitt mest spilaða lag landsins á síðasta ári og ásamt því að vera valinn Bjartasta Vonin þá ar Color Decay einnig valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum – Dalurinn á eftir að syngja með þessum einstaka tónlistarmanni. Páll �?skar hefur verið fastagestur í dagskrá �?jóðhátíðar undanfarin ár og skal engan undra, stemningin sem hann nær í Dalnum er einstök – Palli mun einnig skemmta aftur á Húkkaraballinu í ár. NýDönsk mætir svo einnig og skemmtir af sinni alkunnu snilld – verður gaman að sjá þá félaga Daníel Ágúst og Björn Jörund trylla �?jóðhátíðargesti.” segir í tilkynningunni og einnig að búast megi við fleiri slíkum á næstu vikum.