Boðað verði tafarlaust til stofnfjáreigendafundar
Stjórn hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja sendi í gær opið bréf til stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. �?ar harmar félagið að ekki hafi verið kallað til fundar stofnfjáreigenda og skorar á að það verði gert tafarlaust.
Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan.

“Vestmannaeyjar 26.3.2015


Í ljósi frétta af stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja sem við lásum á fréttamiðlum í dag vill stjórn Hagsmunasamaka eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri:
  • Ekki hefur enn verið kallað til fundar stofnfjáreiganda, þrátt fyrir að stjórn og stjórnendum Sparisjóðsins hafi verið kunnugt um stöðu Sparisjóðsins í nokkurn tíma.
  • Við eldri stofnfjáreigendur, sem lögðum Sparisjóðnum til stórfé til eflingar hans, hörmum að stofnfjáreigendur sitji ekki við sama borð varðandi uppýsingar um stöðu Sparisjóðsins.
  • Skv. áliti lögfræðings, sem er sérfræðingur í félagarétti, er meginregla félagaréttar um jafnræði hluthafa (í þessu tilviki stofnfjáreigenda) afdráttarlaus. Stjórninni ber að koma fram við alla stofnfjáreigendur með sama hætti. Af því leiðir að óeðlilegt er að stjórn sjóðsins miðli upplýsingum um fjárhagsstöðu hans til tiltekinna stofnfjáreigenda, en haldi upplýsingum frá öðrum, óháð eignarhluta.
Í ljósi ofanritaðs skorar stjórn Hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja á stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja að boða tafarlaust til stofnfjáreigendafundar og virða þær reglur sem gilda og upplýsa alla stofnfjáreigendur um stöðu mála.
Stjórn hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja

Svanhildur Guðlaugsdóttir
Jónatan G. Jónsson
Kristján G. Eggertsson
Hjálmfríður Sveinsdóttir
Georg Skæringsson”

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.