�??Vestmannaeyjabær á lítinn eignarhluta í Sparisjóði Vestmannaeyja (um 10%). Hann er tilkominn vegna ákvörðunar um að gera heiðarlega tilraun með ríkinu til að vernda þá mikilvægu grunnþjónustu í samfélaginu sem fólgin var í Sparisjóðakerfinu,�?? segir Elliði Vignisson, bæjastjóri um stöðuna sem komin er upp hjá Sparisjóði Vestmannaeyja en örlög hans ráðast á næstu mínútum og klukkustundum.
�??Sparisjóður Vestmannaeyja hefur um áratugaskeið verið hornsteinn í héraði og í samráði við ríkið, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja, Vinnslustöð Vestmannaeyja, eldri stofnfjáreigendur og fleiri var tekin ákvörðun um endurreisn sjóðsins. Fyrir fáeinum dögum fengum við fréttir um stöðu sjóðsins og komu þær sem reiðarslag fyrir okkur sem aðra heimamenn enda var okkur talin trú um að sjóðurinn stæði sterkur eftir endurreisn hans 2010. Við erum núna að fara yfir málin og munum kappkosta að gæta heildar hagsmuna Vestmannaeyja í þessu máli sem öðrum,�?? sagði Elliði.