�??Sparisjóður Vestmannaeyja var stofnaður árið 1942 og hefur því starfað í yfir 70 ár, sú staða sem hann stendur í nú er dapurleg. Lífeyrissjóði Vestmannaeyja barst erindi frá Sparisjóði Vestmanneyja þar sem fram kom að veruleg útlánarýrnun hafi átt sér stað sem kalli á aukið stofnfé. Erindið snéri m.a. að því að breyta víkjandi láni í eigu Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja að rúmlega 70 milljónum kr. í stofnfé. Hugmyndir væru uppi að leita til nýrra fjárfesta,�?? sagði Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja sem á 14,3% hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja.
�??Lífeyrissjóður Vestmannaeyja getur eftir atvikum fallist á að breyta víkjandi láni í stofnfé að því gefnu að það takist að afla nægilegs nýs stofnfjár til að uppfylla starfsleyfi Sparisjóðs Vestmanneyja, hlutur sjóðsins getur þó að hámarki numið 15% af heildar stofnfé í Sparisjóði Vestmannaeyja.
Í dag er hlutur sjóðsins um 14,3% af stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja. Í dag skýrist framtíð Sparisjóðsins, hvort og hvernig starfsemi hans verður háttað í framtíðinni. Farsæl lausn, samfélaginu til góða er óskastaðan,�?? sagði Haukur.