Verkfall BHM fer að bíta - Afleiðingar fyrir útflutning sjávarafurða
Dragist verkfall dýralækna á langinn getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir útflutning sjávarafurða. �?etta sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við R�?V í hádeginu en verkfallið hefst á miðnætti. �?tímabundið verkfall dýralækna, líffræðinga og matvæla- og næringarfræðinga hjá Matvælastofnun hefst á miðnætti. �?á verður meðal annars útgáfu heilbrigðisvottorða á sjávarafurðum hætt vegna útflutnings til Rússlands, Hvítarússlands, Armeníu, Kasakstan og Kirgistan, auk Ísrael. Samkvæmt Hagstofunni var meðalverðmæti útfluttra sjávarafurða til Rússlands meira en milljarður á mánuði 2012. Ljóst er að þetta mun hafa áhrif í Vestmannaeyjum mjög fljótlega því sjávarútvegsfyrirtækin hér flytja út fiskafuðir til þessara landa.
Í viðtalinu við R�?V bendir Kolbeinn þó á að lítið er flutt út til þessara ríkja af ferskum fiski, svo vörurnar verða líklega frystar og geymdar. Hann segir að þó að svona aðgerðir trufli vissulega viðskipti á alþjóðavettvangi, sé það ekkert einstakt fyrir Ísland. �??Við getum til að mynda tekið það að nú er stór sjávarútvegssýning í Brussell í næstu viku og við höfum fengið upplýsingar um að þar verði til dæmis engar almenningssamgöngur á miðvikudaginn, þannig að þetta er nú þekkt í heiminum svo sem.�??

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.