Theodór skrifar undir nýjan samning
Hornamaður knái, Theodór Sigurbjörnsson skrifaði í dag á veitingastaðnum Einsa Kalda undir nýjan eins árs samning við ÍBV. Theodór hefur verið mikilvægur partur af liði ÍBV undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur, en hann er einn af lykilmönnum liðsins og átti stóran þátt í því þegar liðið tryggði sér íslands- og bikarmeistara titlanna. Theodór var markahæsti leikmaður ÍBV á síðastliðnu tímabili en hann skoraði 162 mörk fyrir liðið, aðeins einn leikmaður skoraði meira í Olísdeildinni en Theodór og eru það frábærar fréttir fyrir ÍBV að halda þessum öfluga leikmanni í eitt ár til viðbótar. Theodór hefur spilað allan sinn feril hjá ÍBV en hann á framtíðina fyrir sér í handboltanum.
Samningurinn var undirritaður á veitingastaðnum Einsa Kalda en handknattleiksdeild ÍBV vill þakka Einari Birni og fjölskyldu hans innilega fyrir samstarfið í vetur.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.