Fyrsti maí í skugga kjaradeilna
Fyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og verður dagskráin í Vestmannaeyjum hefðbundin. Í dag er fyrsti dagur aðgerða félaga í Drífanda stéttarfélagi og leggst vinnur niður í fiskverkun og fleiri greinum. �?etta mun örugglega lita dagskrá hátíðarhaldanna á morgun. Hefst hún með baráttufundi í Alþýðuhúsinu kl. 15.00. Ræðumaður verður Arnar Hjaltalín formaður Drífandi stéttarfélags. Boðið verður upp á kaffi, kakó og vöfflur. Ungir nemendur í bland við eldri í Tónskóla Vestmannaeyja leika og syngja fyrir verkalýðinn.
Annar dagur aðgerða er 6. maí þegar allsherjarverkfall verður frá miðnætti til miðnættis og aftur þann 7. Sama verður 10. og 20. maí og það er svo þann 26. maí á miðnætti sem ótímabundin vinnustöðvun hefst. Aðalfundur Drífanda var gær og var hann fjölsóttur.
Myndina tók �?skar Pétur í Godthaab þar sem vinnslulínan stöðvast á eftir.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.