Á morgun, föstudaginn 1. maí hefst Sindratorfæran á Hellu klukkan 13:00 og þar er um að ræða 1. umferð íslandsmótsinns í torfæru. Eknar 6 brautir og öllu til tjaldað. um 20 keppendur skráðir til leiks sem munu etja kappi í ánni og mýrinni meðal annars.
Laugardaginn 2. maí hefst keppni klukkan 13:00 og þar er um að ræða 50 ára afmælissýningu þar sem nokkrir af helstu keppendum torfærusögunnar sýna að þeir hafa engu gleymt. Heyrst hefur að menn á borð við Ragnar Skúlason, Benedikt Eyjólfsson, Haraldur Pétursson, Gísli Gunnar Jónsson, Gunnar Pálmi Pétursson, Árni Grant, Jamel Allansson, Einar Gunnlaugsson, Sigurður �?. Jónsson, Árni Kópsson, Páll Pálsson, Bergþór Guðjónsson og fleiri og fleiri ætli að mæta og sýna að þeir hafi engu gleymt
Að henni lokinni kl. 15:00 fer fram fleytingakeppni á ánni þar sem torfærubílar, sleðar, og hjól munu etja kappi sem og reyna að slá hraðamet í vatnaakstri og fleira til