Hrundi úr Fílnum í nótt
Eitt þekktasta kennileiti Vestmannaeyja er kletturinn sem rís upp af Kapplagjótu og myndar vestasta odda norðurfjalla Heimaeyjar sem skapar umgjörðina um Herjólfsdal sem er einstök náttúrusmíð. Dranginn sem gengur út í sjó er eins og fíll að sjá með ranann ofan í sjónum. Er hann að stórum hluta úr stuðlabergi sem mynda eins og rósettu í berginu. �?trúlega fallegt að sjá í góðu veðri.
Í nótt hrundi úr rósettunni, einhverjir tugir fermetra og tonninn gætu skipt tugum ef ekki hundruðum. Skruðningarnir voru það miklir að vitað er um fólk í nálægum húsum sem vaknaði. Myndirnar tók �?skar Pétur í morgun og ljósi bletturinn er það sem hrundi úr berginu.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.