Spjallað við nýju leikmenn ÍBV
Í dag spilar ÍBV sinn fyrsta heimaleik þar sem stuðningsmenn liðsins munu sjá nýju leikmenn liðsins í fyrsta sinn á Hásteinsvelli. Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er leikmannakynning á ÍBV sem og viðtöl við nýju leikmennina sem við birtum smá brot úr hér fyrir neðan.
Cloe Lacasse er nýr leikmaður ÍBV í fótbolta en hún gerði eins árs samning við félagið á dögunum. Cloe er 21 árs og kemur frá borginni Sudbury í Kanada. Cloe var fjögurra ára þegar hún byrjaði að æfa knattspyrnu. �??�?g fór með eldri bróður mínum á æfingar hjá knattspyrnuliðinu í bænum okkar.�?? Cloe hefur æft fótbolta af krafti og spilaði síðast fyrir Háskólann í Iowa en hún útskrifaðist þaðan í fyrra. �??�?g vissi alltaf eftir útskriftina úr háskólanum að ég vildi halda áfram að spila fótbolta. �?egar maður klárar háskóla úti fer maður annaðhvort í atvinnumannalið eða hættir. Umboðsmaðurinn minn sagði mér frá ÍBV og það hljómaði mjög vel og vakti strax áhuga minn, sérstaklega þar sem liðið
Esther Rós Arnarsdóttir annar af tveimur nýju leikmönnum ÍBV og spilar á kantinum. Esther kemur á láni frá Breiðabliki en hún var hjá Fjölni í fyrra. �?jálfarar ÍBV eru mjög ánægðir með að hafa náð í Esther en hún smellpassar í ÍBV liðið. Esther er einungis sautján ára gömul, hún á 30 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands en hún skoraði fimmtán mörk í þeim. Esther byrjaði að spila fótbolta þegar hún var sjö ára en það var hjá Blikum. Síðan þá hefur Esther farið á ófáar æfingarnar. Í fyrra spilaði hún sextán leiki í deild með Fjölni og skoraði þar 21 mark.
Hún var ekki búin að ákveða hvort hún ætlaði að staldra lengi við hér í Vestmannaeyjum en sagðist ætla að taka eitt sumar í einu. �??Maður saknar alveg Kópavogsins,�?? sagði Esther en hún hefur nú einungis verið nokkrar vikur hér á eyjunni.
Við spurðum Esther einnig út í það hvort ÍBV liðið gæti barist um titilinn í ár. �??Já ég hef trú á því, maður þarf alltaf að byrja að hafa
trú á svona verkefnum. Svo kemur í ljós hvað gerist.�??
Nánar má lesa viðtölin við stelpurnar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.