Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er rætt við börn sjómanna. �?au leiðinlegu mistök urðu í Eyjafréttum að Sara Sindradóttir var sögð vera á leikskólanum Kirkjugerði en hún er orðin ung dama í þriðja bekk. Hér birtist viðtalið við hana leiðrétt.
Sara Sindradóttir er dóttir Sindra �?órs Grétarssonar, háseta á Huginn og Sæfinnu Ásbjörnsdóttur, grunnskólakennara. Sara á tvo bræður, þá Grétar �?ór 14 ára og Aron Inga 4 ára.
Hvað er pabbi þinn að gera á sjónum? Veiða en hann er háseti.
Hvernig er að hafa pabba á sjó? Leiðinlegt
Afhverju er það leiðinlegt? �?ví hann er svo lengi í burtu
Hvað er hann lengi í burtu? Stundum í tvær vikur stundum í mánuð og svo kemur hann heim og er lengi heima líka.
Færðu að gera eitthvað sérstakt þegar pabbi þinn kemur heim? Við gerum ís saman, stundum förum við í sumarbústað, förum á ÍBV leiki saman og svo förum við stundum að veiða.
Hefur þú prufað að fara á sjó? já í Herjólf, það er líka leiðinlegt.
Heldur þú að pabba þínum finnist stundum leiðinlegt á sjó? Nei
Langar þig til að prufa að fara með pabba þínum á sjó? Nei ég verð svo sjóveik
Hefur þú farið um borð í Huginn? Já þegar hann er í landi og þá hef ég skoðað fiskana.