Tryggvi Guðmundsson er á leið til Njarðvíkur og mun spila með liðinu til loka tímabilsins. �?etta kemur fram á
Fótbolta.net.
Tryggvi var fyrr í sumar sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari ÍBV eftir að hafa mætt á æfingu undir áhrifum áfengis. Samhliða því spilaði hann með KFS í 3. deildinni og gerði áfram eftir að hann hætti hjá ÍBV.
�??Við höfum verið úti um allt að leita að einhverjum sem er með reynslu og getur styrkt okkur,�?? sagði Guðmundur Steinarsson, þjálfari Njarðvíkur, við Fótbolta.net.
�??Við erum með ungt lið og mér fannst vanta reynslu. Við fórum að skoða markaðinn og duttum inn á Tryggva.�??
Tryggi er markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi og var orðaður við þjálfunarstarfið hjá Dalvík/Reyni á dögunum. Njarðvík leikur gegn Dalvík/Reyni í botnslag 2. deildar karla á laugardag.