Á vefnum mbl.is á máudag kom fram að HS-veitur hafa boðið út kaup og uppsetningu á varmadælu fyrir hitaveituna í Vest- mannaeyjum. Er þetta framkvæmd upp á einn milljarð króna og yrði fyrsta varmadælan fyrir heilt byggðarlag á Íslandi.
Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS-veitum, sagði í samtali við Eyjafréttir á mánudag að ákveðið hefði verið að kanna þennan möguleika. Varmadælur vinna varma úr umhverfinu og algengast að sá varmi sé tekinn úr lofti eða sjó. �??Við stefnum að því að vinna hann úr sjó enda eigum við nóg af honum í Vestmannaeyjum, hann er okkar auðlind í fleiru en fiski,�?? sagði Ívar.
Hitastig sjávar við Vestmannaeyjar er 5 til 6 gráður yfir veturinn og 11 til 12 gráður að sumrinu og ætlunin er að virkja þann hita. �??�?etta er ekkert sem er nýtt af nálinni, í raun er þetta gömul aðferð sem lengi hefur verið notuð, t.d. í kælitækni; þarna virkar hún bara með öfugum formerkjum miðað við ísskápinn, framleiðir varma í stað kulda.�??
Ívar segir að aðalástæðan fyrir þessu sé ótryggt ástand í raforkumálum okkar. �??Raforkuverð er á uppleið og ýmsir þættir hafa að undanförnu verið óhagstæðir svo sem lítil bráðnun jökla. Við höfum keyrt hitaveituna á svonefndri ótryggri orku og í því er ákveðið öryggisleysi eins og við höfum raunar fengið að kynnast á síðustu vikum. �?ví er þessi hugmynd upp komin, að setja upp varmadælu þannig að við verðum ekki jafnháðir rafmagni til upphitunar. En auðvitað þurfum við rafmagn áfram, a.m.k. þriðjungurinn af orkuþörfinni verður rafmagn, þetta er aðallega hugsað fyrir hitaveituna.�??
Varmadælur eru víða í notkun og hafa yfirleitt komið vel út. �?ær eru t.d. notaðar í sumarbústöðum og vinna þá varma úr loftinu. Ívar segir að í Vestmannaeyjum sé ein stór vamadæla í notkun inni í fiskverkun- inni Löngu. �??Næsta skref í þessu máli verður tekið þegar tilboðin verða opnuð, þann 1. október nk. Ef þetta kemur út á hagstæðum nótum þá förum við í áframhaldandi vinnu, svo sem að finna húsnæði og fleira. Ef í ljós kemur að þetta er okkur ekki hagstætt þá verðum við að hugsa okkar mál upp á nýtt. En ég er bjartsýnn á að þetta komi vel út, reynslan hefur sýnt það víðast hvar að notkun á varmadælum er hagstæður kostur og vonandi verður þetta hluti af því að leysa orkuvandamál okkar Eyjamanna,�?? sagði Ívar Atlason. 
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.