Í gær valdi Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hópinn sem tekur þátt í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2017. Fyrsti leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli þann 22. september en lokakeppnin fer fram í Hollandi sumarið 2017. Einn vináttulandsleikur verður leikinn fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum en það verður gegn Slóvakíu þann 17. september.
Fjórar Eyjastelpur voru valdar í hópinn sem samanstendur af tuttugu bestu knattspyrnukonum landsins en það eru þær;
Berglind Björg �?orvaldsdóttir, Fylkir
Elísa Viðarsdóttir, Kristianstad
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad